Framtíð menntunar

Project monsters er heildstætt námskerfi sem hraðar færniupptöku nemenda, auðveldar námsmat fyrir kennara og gefur skólum tækifæri á því að veita nemendum sínum í einstaklingsbundið nám. Námskerfi á borð við þetta mun veita komandi kynslóð forskot inn í framtíðina.

dragon

Námskerfi byggt á rannsóknum

Námskerfið er byggt á leiðandi kenningum í sálfræði og atferlisfræði, en með nútímatækni höfum við náð að innleiða kenningarnar inn í
gagnvirkan námsleik. Þróun leiksins hefur farið fram í gegnum akademískar rannsóknir í afburðarkerfinu Aperio hjá Háskólanum í Reykjavík. Rannsóknirnar hafa sýnt
að kenningarnar sem leikurinn byggir á hafa jákvæð áhrif á námsframvindu nemenda.
img2

Hraðar færniupptöku

Námsleikurinn hraðar yfirferð nemenda á námsefninu umtalsvert. Nemendur sýndu einnig töluvert meiri áhuga gagnvart námsefninu.

Einstaklingsmiðuð lausn

Gagnaþjónn les og heldur utanum námsframvindu nemenda og nýtir sér gögnin til þess að veita hverjum og einum nemenda einstaklingsmiðað námsefni á rauntíma.

Staða nemenda

Yfirlit yfir námsframvindu nemenda, styrkleika þeirra og veikleika, geta kennarar nálgast á innra kerfi okkar þar sem gagnaþjónninn okkar setur stöðuna fram á notendavænan hátt.

Heimavinna og kannanir

Á innra kerfi okkar bíðst kennurum að keyra bæði heimavinnu, jafnt sem kannanir, í gegnum leikinn. Kennarar geta að auki einnig valið hvort nemendur viti af því eða ekki.

Heildstæð lausn fyrir skóla

Námskerfið er byggt upp sem heilstæð lausn fyrir skóla sem eykur árangur nemenda en auðveldar jafnframt starf kennara. Þetta gefur skólum forskot inn í framtíðina.
img

Innra kerfið

Inn á innra kerfinu sem fylgir námskerfinu okkar geta kenningar með auðveldum hætti lesið um stöðu hvers og eins nemenda. Þá bíðst þeim einnig að senda námsefni og kannanir í gegnum leikinn á auðveldan og notendavænan hátt.

img img
img

Námsleikur

Námsleikurinn hraðar yfirferð og eykur áhuga nemenda sem að skilar sér í hraðari færni- upptöku. Gæði leiksins eru sambærileg þeim leikjum sem nemendur velja að spila í frítíma sínum, en markmið okkar er að nemendur kjósi sjálfir að spila leikinn.

img

Námsbók

Námsbókin sem fylgir lausninni okkar er ekki eins og venjulegar námsbækur. Náms- framvinda í bókinni spilar inn í leikinn, en nemendur fá stig fyrir framgang sinn í bókinni jafnt sem að námsefni bókarinnar spilar inn í námsefni leiksins.

img

Samstarfsaðilar

Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að þróa vöruna okkar í samstarfi við bæði kennara og skóla. Þá hafa sérfræðingar á ýmsum sviðum menntakerfisins
lagt okkur lið, þar á meðal má helst nefna Hermund Sigmundsson, einn fremsti sérfræðingur í færni rannsóknum, Kristinn Þórisson gervigreindarsérfræðingur og Þorlákur Karlsson
deildastjóri og dósent sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Þá hafa þó nokkuð margir kennarar og skólar hafa sýnt vörunni okkar áhuga, en við höfum til að mynda
fengið að keyra rannsóknir á nemendum bæði í Fossvogsskóla og Varmárskóla. Menntamálastofnun hefur einnig sýnt verkefninu áhuga.